Í gegnum rimlana / Through the bars

“Through the Bars is a study I made in collaboration with the ensemble ReykjavíkBarokk. The ensemble was interested in finding new audiences through experimenting with the classical concertform, playing music by women composers from the past and telling our new audiences the story of these women composers.

We used the story of the Italian female composer, organist, singer and a nun from the beginning of 17th century Lucrezia Orsina Vizzana (1590-1662) to make a Music-theater. Dr.Craig A. Monson tells in his book Divas in the Convents:”Gifted singers, instrumentalists, and composers, these nuns used music not only to forge links with the community beyond convent walls but also to defy ecclesiastical authority-from archbishops in Bologna to cardinals in Rome and even the pope himself.”

The early music we used was of three female composers and nuns Hildegard von Bingen (1098-1179), Lucrezia Orsina Vizzana and Isabella Leonarda (1620-1662) and Italian medival laudas. In collaboration with a theatre director we created a Music-theater where we combined the ancient music, monologs containing spoken words (like a diary or a confession) and new composed electronic music.”

“En hvar endaði gangan eftir þessa kræklóttu leið, leiðin að kventónskáldum fortíðarinnar? Ég endaði leitinni á því að blaða aftur í nótnabunkanum sem Jóhanna Halldórsdóttir söngkona í ReykjavíkBarokk hafði látið mig fá frá því hún var í námi í Þýskalandi og þar fann ég nafn á ítalskri nunnu Lucrezia Orsina Vizzana og uppgötvaði að ég hafði rekist á nafn hennar í tengslum við tvær áhugaverðar bækur eftir bandarískan fræðimann Dr.Craig A. Monson Divas in the Convent og Nuns behaving badly. Dr.Craig A.Monson hefur sérhæft sig í rannsóknum á tónlistariðkun 17.aldar kvenna í klaustrum á Ítalíu og afrekum þeirra á sviði tónlistar. Heimildir sem Dr. Craig A. Monson styðst við segja til um að allt að 15 prósent kvenna á Ítalíu á fyrri hluta 17.aldar hafi lifað og starfað í klaustum: “Nunnur notuðu tónlist ekki einungis til þess að mynda tengsl við samfélagið utan múra klaustursins heldur einnig til þess að ögra og sniðganga kirkjulegt yfirvald.” Þetta fannst mér heillandi viðfangsefni, það hvernig tónlistin getur orðið félagslegt tæki eða vald í höndum fólks sem við fyrstu sýn virðast innilokaðar og vanmáttugar en öðlast mátt í gegnum tóniðkun og tónsköpun. Innan veggja klaustranna bjuggu fjöldinn allur af konum sem hlutu góða tónmenntun; urðu frábærar söngkonur, hljóðfæraleikarar og tónskáld. Konur sem vöktu athygli fyrir tónlistarhæfileika og sköpunarkraft en aðeins brotabrot af því sem þær skrifuðu hefur varðveist eða hlotið verðskuldaða athygli. Þarna fannst mér ég hafa fundið söguefni, sögu til þess að deila með öðrum. Ég var sannfærð um að þessi stúlka ætti að segja sögu sína, ætti fullt erindi til okkar í dag og að forvitnilegt væri að að finna fleiri kventónskáld sem voru í sömu sporum og hún, þ.e. konur sem tjáðu sig af svo miklum styrk á bak við rimla og veggi klaustursins að þær náðu athygli og eyrum fólksins og við í dag höfum handrit sem varðveita þessa tjáningu.”

Brot úr meistararitgerð Diljár Sigursveinsdóttur frá Listaháskóla Íslands 2016