Elisabeth og Halldóra, Bach og Grallarinn

Tónleikhús um tvær siðbótarkonur

Tónleikhúsið varpar ljósi á sögu tveggja kvenna frá siðbótartímanum og byggir á heimildum um líf þeirra og störf. Konurnar tvær eru þær Halldóra Guðbrandsdóttir (1574 – 1658) sem m.a. var fóstra Hallgríms Péturssonar og bústýra á Hólum með leyfi konungs í forföllum föður síns, Guðbrands Þorlákssonar og hin þýska Elisabeth Cruciger (1500-1535) sem gerðist nunna en snerist seinna til hins nýja siðar. Elisabeth var eitt af fyrstu sálmaskáldum siðbótarinnar og samstarfskona Marteins Lúthers. Sálmur Elisabethar var með í allra fyrstu útgáfu sálmabókar Lúthers og barst til Íslands og var prentaður í fyrstu útgáfu Grallarans, messubók Guðbrands  Þorlákssonar. Sálmurinn ber heitið Jesús Guðs son eingetinn í Grallaranum, en er að finna í nýrri þýðingu í sálmabók íslensku þjóðkirkjunnar og heitir þar Kristur, Guðs sonur sanni. Tónefniviður tónleikhússins verður kantatan “Herr Christ, der einge Gottes Sohn” BWV 96 sem Johann Sebastian Bach (1685-1750) samdi yfir sálm Elisabethar Cruciger og messa skv. messubók Guðbrands (Grallaranum) þar sem stuðst er við 1. sunnudag í aðventu, en þar er sálmur Elisabethar upphafssálmur messunnar.  Tónlistin verður leikin á upprunahljóðfæri og fléttuð saman við söng og textabrot sem listakonur úr hópnum spinna og móta í samvinnu við leikstjórann og leikkonuna Maríu Ellingsen. Verkefnið varpar ljósi á marga áhrifaþætti siðbótarinnar t.d. trúar-, menningar- og tónlistarsögu.

Verkið var frumflutt á afmælisdegi Katarinu von Bora, sem var eiginkona Lúthers, þann 29. janúar 2017 í Hallgrímskirkju kl. 12.15 í kjölfar hátíðarmessu sem haldin var sama dag kl. 11. Það var einnig flutt sama kvöld kl. 21 í Hjallakirkju en þar kom Kór Hjallakirkju einnig fram í sýningunni.

Verkið verður flutt aftur á siðbótarárinu. Fyrst þann 13. ágúst á Hólahátíð að Hólum í Hjaltadal og svo í október í Hallgrímskirkju.
Handritshöfundar og listrænir stjórnendur: Diljá Sigursveinsdóttir og Guðný Einarsdóttir

Elisabeth and Halldóra – Bach and Grallarinn
Musical theatre based on two women of the Reformation

This musical theatre production is based on historical sources and sheds light on the lives of two remarkable women of the Reformation. They were Halldóra Guðbrandsdóttir (1574-1658), who was the daughter of bishop Guðbrandur Þorláksson and recieved the Kings special permission to run the bishopric at Hólar in the north of Iceland during her father´s old age and illness, and Elisabeth Cruciger (1500-1535), who was a German nun who converted to Lutheranism, became one of the first hymn writers of the Reformation and a close associate of Martin Luther. Elisabeth´s hymn, “Herr Christ, der einge Gottes Sohn”, was published in Luther´s first Hymnbook, from where it was translated into Icelandic and included in bishop Guðbrandur´s Mass Songbook called “Grallarinn”. The musical material in this production is derived from the Cantata “Herr Christ, der einge Gottes Sohn” BWV 96 by Johann Sebastian Bach (1685-1750), which in turn is based on Elisabeth Cruciger´s hymn – and from the Mass for the first Sunday of Advent from “Grallarinn”, where Elisabeth´s hymn is the opening hymn for the mass. The music is played on period instruments and is woven togehter with song, chant and text excerpts created by members of the ensemble in collaboration with actress and director Maria Ellingsen. The production thus tacles many aspects of the Reformation including theologcal turmoil, cultural changes as well as the music of the time. This production was first performed in Hallgrímskirkja on the 29th of January 2017 on the birthday of Katarina von Bora, the wife of Martin Luther, following a celebration mass marking the beginning of the Reformation anniversary in 2017. The production was repeated that evening in Hjallakirkja where ReykjavikBarokk ensemble joined forces with Hjallakirkja church choir.

The piece will be performed again in the anniversary year of 2017, first on the 13. august as a part of the festival at the ancient bishopric at Hólar in Hjaltadal, in the north of Iceland, and again in october in Hallgrímskirkja in Reykjavík. Writers and producers of the programme are Diljá Sigursveinsdóttir og Guðný Einarsdóttir.
elisabethoghalld