Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk var stofnaður árið 2012 og er hópur hljóðfæraleikara sem leika á upprunahljóðfæri. Markmið hópsins er að auka veg barokktónlistar og vera gleðigjafi í íslensku tónlistarlífi. Hópurinn hefur einbeitt sér að því að skapa nýstárlega, lifandi og aðgengilega tónleikaupplifun fyrir tónleikagesti. Í þeim tilgangi hefur hópurinn samið og flutt 4 tónleikhússýningar í samstarfi við sviðslistafólk úr ýmsum áttum sem varpa ljósi á sögu kvenna, tónsmíðar þeirra og skáldskap gegnum aldirnar.
ReykjavíkBarokk skipa; Jóhanna Halldórsdóttir altsöngkona, Helga Aðalheiður Jónsdóttir blokkflautuleikari, Magnea Árnadóttir flautuleikari (traverso), Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari, Íris Dögg Gísladóttir fiðluleikari, Anna Hugadóttir lágfiðluleikari, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, Guðný Einarsdóttir sembal-og orgelleikari, Judith Þorbergsson Tobin sembal- og orgelleikari, Kristín Lárusdóttir, tónskáld og gömbuleikari.
