Tónleikar / Concerts

Mars 2026 Krakkabarokk í Hörpu í samstarfi við Reykjavík Early Music Festival og Fjölskyldudagskrá Hörpu. Fram koma hljóðfæranemendur og kórsöngvarar úr Tónskóla Sigursveins, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Rangæinga, Tónlistarskóla Árnesinga, Orgelkrakkar Tónskóla Þjóðkirkjunnar, Kór Hvolsskóla, Kór Setbergsskóla, Kór Hólabrekkuskóla og Drengjakór Reykjavíkur.

Október 2025 Kona Forntónlistarhátíð í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Þrennir tónleikar eru á dagskrá hátíðarinnar sem allir tengjast munum á grunnsýningu safnins, Þjóð verður til. 

Maí 2025 Krakkabarokk á Suðurlandi, vinnustofur og fjölskyldutónleikar á Hvolsvelli og á Selfossi í samstarfi við Tónlistarskóla Rangæinga, Tónlistarskóla Árnesinga, Orgelkrakka Tónskóla Þjóðkirkjunnar og Kór Hvolsskóla.

Nóvember 2024 Krakkabarokk í Hafnarfirði, vinnustofur og fjölskyldutónleikar í Hafnarfirði í samstarfi við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Orgelkrakka Tónskóla Þjóðkirkjunnar, Kór Setbergsskóla, Barnakór Hafnarfjarðarkirkju og Drengjakór Reykjavíkur.

September og október 2023 KONA-Forntónlistarhátíð haldin í þriðja sinn í Fella- og Hólakirkju og Kristskirkju. Krakkabarokk í Breiðholti: vinnustofur og fjölskyldutónleikar í samstarfi við Fellaskóla, Hólabrekkuskóla, Tónskóla Sigursveins og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar; Barokkmessa í Fella- og Hólakirkju og Componimenti Musicali flutt að nýju, nú í Kristskirkju.

Janúar 2023 Componimenti Musicali eftir Lucretiu Vizzana. 400 ára ártíð mótettusafnsins Componimenti Musicali sem er eitt fárra verka sem varðveist hafa eftir þær fjölmörgu konur sem störfuðu við tónlist og tónsköpun innan ítalskra klausturmúra á 17. öld. Safnið var flutt á tónleikum í Breiðholtskirkju mneð þeim Sigurði Halldórssyni sellóleikara, Ástu Sigríði Arnardóttur sópran og Lilju Dögg Gunnarsdóttur alt.

September 2022 Sjókonur og snillingar: Látra Björg í heimabyggð. Tónleikhússýning og vinnustofur í samstarfi Kammerhópsins ReykjavíkBarokk, Leikfélagsins Fljúgandi Fiska, Árskógarskóla og Dalvíkurskóla.

Nóvember 2021 KONA – Forntónlistarhátíð: Sjókonur og Snillingar í Hljómahöll í Reykjanesbæ í samvinnu Kammerhópsins ReykjavíkBarokk, Leikfélagsins Fljúgandi Fiska, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og tónlistar- og sviðslistakvenna úr ýmsum áttum.

September 2019 KONA – Forntónlistarhátíð í Skálholti.  Bréf Halldóru Guðbrandsdóttur -1625- tvær konur flutt í Seltjarnarneskirkju.

Febrúar 2019 Cecilia – tónleikar með ReykjavíkBarokk og Kordíu í Háteigskirkju

Ágúst 2018  Bréf Halldóru Guðbrandsdóttur -1625- tvær konur tónleikshús frumsýnt á Hólahátíð í Hóladómkirkju. Önnur sýning í Hjallakirkju, Kópavogi

Júlí 2018  Í minningu Þorkels, tónleikar í Skálholtskirkju. Fluttur var m.a. USAMO orgelkonsert eftir Þorkel Sigurbjörnsson

Mars 2018 Stabat Mater eftir Pergolesi á föstudaginn langa í Akraneskirkju og Hjallakirkju í Kópavogi ásamt Hönnu Dóru Sturludóttur og Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur

Október 2017 Elisabeth og Halldóra, Bach og Grallarinn – tónleikhús um tvær siðbótarkonur á vegum Listvinafélags Hallgrímskirkju í tilefni af 500 ára afmæli siðbótar

Ágúst 2017 Elisabeth og Halldóra, Bach og Grallarinn – tónleikhús um tvær siðbótarkonur á Hólahátíð að Hólum í Hjaltadal í tilefni af 500 ára afmæli siðbótar

Janúar 2017 Elisabeth og Halldóra, Bach og Grallarinn – tónleikhús um tvær siðbótarkonur í Hallgrímskirkju og Hjallakirkju í tilefni af 500 ára afmæli siðbótar

Júlí 2016 Í gegnum rimlana -Sumartónleikar í Skálholtskirkju

Mars 2016 Skólatónleikar fyrir Hólabrekkuskóla og Tónskóla Sigursveins Barokk í Breiðholtinu-Í gegnum rimlana

Júlí 2015 Tónleikar-Sumartónleikar í Akureyrarkirkju

Júlí 2015 Tónleikar-Sumartónleikar á Mývatni

Mars 2015 Tónleikar í samvinnu við Stúlknakór Reykjavíkur-Domus Vox (Gloria og Nisi Dominus e.Vivaldi)

Nóvember 2014 Tónleikar Barokk í Breiðholtinu í Fella-og Hólakirkju

Júní 2014 Tónleikar- Barokksmiðja Hólastiftis

Maí 2014 Listahátíð í Reykjavík (komið fram á tónleikum með Kammerkór Suðurlands)

Febrúar 2014 Háskólatónleikar

Desember 2013 Tónleikar Barokk í Breiðholtinu í Fella-og Hólakirkju

Júlí 2013 Tónleikar í Skálholti-Sumartónleikar í Skálholtskirkju

Mars 2013 Tónleikar í Fella-og Hólakirkju (m.a. Stabat Mater e.Pergolesi)